Blixa Bargeld er þýskur listamaður, leikari og tónlistarmaður sem er líklega þekktastur sem fyrrum gítarleikari hljómsveitarinnar Bad Seeds, hljómsveitar Nicks Cave, og sem leiðtogi framúrstefnuhljómsveitarinnar Einstürzende Neubauten.

 

Hingað til hefur hann tæplega verið þekktur sem matreiðslumeistari, en ef til vill mætti bæta þeim titli á ferilskrá þessa vægast sagt dularfulla manns.

 

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Bargeld matreiða smokkfisks-risotto með kolkrabbableki, eða hinn víðfræga Feneyjarétt; Risotto al nero di seppia.

 

Það er ekki annað að sjá en að Bargeld viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann sýnir hreint magnaða takta og er vitanlega svalur sem aldrei fyrr.

 

Vídjó