Í dag eru 25 ár síðan banni á sölu bjórs var aflétt hér á landi. Hinn 1. mars 1989 seldi ÁTVR bjór í fyrsta sinn í 76 ár en þann dag var hægt að velja úr tegundunum Egils Gull, Sanitas Pilsner, Sanitas Lager, Löwenbrau og Budweiser. Nú þegar aldarfjórðungur hefur liðið frá þessum tímamótum er óhætt er að segja að yfirgnæfandi meirihluti núlifandi Íslendinga finnist fjarskalega undarlegt að bjór hafi verið bannaður fyrir aðeins 25 árum á meðan sterkari tegundir áfengis voru leyfðar.

 

Um miðjan níunda áratuginn voru margir þreyttir á bjórbanninu. Kráarmenning var líka að verða til eins og annars staðar á Vesturlöndum. Bjórlíkið varð til, nokkurs konar staðgengill bjórs. Hin sístækkandi íslenska Wikipedia útskýrir bjórlíki:

 

Fyrsta eiginlega ölkráin sem opnaði í Reykjavík var Gaukur á Stöng sem var innréttaður að þýskri fyrirmynd. Barþjónar á staðnum tóku upp á því að blanda kláravíni, vodka og viskýi í léttöl og gera þannig drykk sem var um 5% að styrkleika og minnti á bjór. Þessi drykkur varð talsvert vinsæll og fleiri staðir tóku hann upp og gerðu sína eigin útgáfu af honum. Flestum bar þó saman um að bjórlíkið stæðist engan veginn samanburð við fyrirmyndina og var jafnvel litið á sölu þess sem storkun gagnvart bjórbanninu, en þá voru uppi háværar raddir um afnám þess.

 

Þótt sumir engdust um þegar þeir drukku þennan görótta drykk varð hann vinsæll. DV gerði verðkönnun á bjórlíki í mars 1984 og þar sést hversu útbreiddur drykkurinn var.

 

„Er ekki leyfilegt að selja bjór hér á Íslandi?" sagði erlendi ferðamaðurinn undrandi. „Nei, það er bannað samkvæmt lögum,“ sagði Íslendingurinn. „En hafðu engar áhyggjur, það eru ýmsar leiðir til að komast yfir góðan bjór. Í fyrsta lagi er hægt að brugga bjórinn sjálfur. Hér eru verslanir sem selja allar græjur sem til þarf fyrir bjórbruggun, en það er nú fremur seinlegt. Í öðru lagi hafðir þú möguleika á því að kaupa 12 bjóra þegar þú varst staddur í fríhöfninni. Allir sem koma hingað til landsins eiga kost á því að taka með sér ákveðið magn af bjór í landið. En þessar 12 dósir duga skammt ef þú ætlar að staldra við hér í nokkurn tíma. En það eru til ráð við því ef þú verður uppiskroppa með bjórinn. Hér á landi er bjór seldur á svörtum markaði. Yfirleitt eru það farmenn sem sjá um að koma þessum bjór til landsins. Ég hef sambönd svo ég get reddað bjór ef þú þarft á að halda. Hann er ekki svo ýkja dýr. Einn kassi kostar 1300-1500 krónur. Þér finnst það að sjálfsögðu vera nokkuð dýrt en miðað við aðstæður er þetta nokkuð sanngjarnt verð. Heyrðu, ég var næstum búinn að gleyma því að hér i Reykjavík getur þú fengið svokallað bjórlíki á flestum vínveitingastöðunum. Nú um þessar mundir eru starfandi tvær bjórkrár sem bjóöa upp á bjórlíki. Forráðamenn þessara staða vilja ekki gefa upp hvernig þetta bjórlíki er búið til og hvílir yfirleitt mikil leynd yfir uppskriftinni. Ég hef reyndar ekki smakkað á þessu bjórlíki en kunnugir segja að það bragðist ágætlega. Sumir efast um hvort það sé nógu áfengt og segja þetta vera hálfgert gutl.“

DV, mars 1984.

 

Verðkönnuninni fylgdi dæmigert samtal á milli erlends ferðamanns og Íslendings um bjórmálin sem endurspeglar veruleikann í þá daga:

 

„Er ekki leyfilegt að selja bjór hér á Íslandi?“ sagði erlendi ferðamaðurinn undrandi. „Nei, það er bannað samkvæmt lögum,“ sagði Íslendingurinn. „En hafðu engar áhyggjur, það eru ýmsar leiðir til að komast yfir góðan bjór. Í fyrsta lagi er hægt að brugga bjórinn sjálfur. Hér eru verslanir sem selja allar græjur sem til þarf fyrir bjórbruggun, en það er nú fremur seinlegt. Í öðru lagi hafðir þú möguleika á því að kaupa 12 bjóra þegar þú varst staddur í fríhöfninni. Allir sem koma hingað til landsins eiga kost á því að taka með sér ákveðið magn af bjór í landið. En þessar 12 dósir duga skammt ef þú ætlar að staldra við hér í nokkurn tíma. En það eru til ráð við því ef þú verður uppiskroppa með bjórinn. Hér á landi er bjór seldur á svörtum markaði. Yfirleitt eru það farmenn sem sjá um að koma þessum bjór til landsins. Ég hef sambönd svo ég get reddað bjór ef þú þarft á að halda. Hann er ekki svo ýkja dýr. Einn kassi kostar 1300-1500 krónur. Þér finnst það að sjálfsögðu vera nokkuð dýrt en miðað við aðstæður er þetta nokkuð sanngjarnt verð. Heyrðu, ég var næstum búinn að gleyma því að hér í Reykjavík getur þú fengið svokallað bjórlíki á flestum vínveitingastöðunum. Nú um þessar mundir eru starfandi tvær bjórkrár sem bjóða upp á bjórlíki. Forráðamenn þessara staða vilja ekki gefa upp hvernig þetta bjórlíki er búið til og hvílir yfirleitt mikil leynd yfir uppskriftinni. Ég hef reyndar ekki smakkað á þessu bjórlíki en kunnugir segja að það bragðist ágætlega. Sumir efast um hvort það sé nógu áfengt og segja þetta vera hálfgert gutl.“

 

Laddi söng um bjórlíki:

Vídjó

Styrkleiki bjórlíkis mældur. NT, febrúar 1985.

Styrkleiki bjórlíkis mældur. NT, febrúar 1985.

Ímyndunarfyllerí?

Ímyndunarfyllerí?

 

En Adam var ekki lengi í bjórlíkisparadís. Wikipedia:

 

Vegna kvartana yfir hinni nýju kráarmenningu, sóðaskap og illri umgengni í kringum krárnar, sem einkum var kennd drykknum, ákvað dómsmálaráðherra að banna sölu hans 1985. Sama ár gerði lögreglan upptæk tæki til blöndunar bjórlíkis sem fengust hjá Ámunni. Eigandi Ámunnar Guttormur P. Einarsson var síðar dæmdur fyrir að hafa blandað bjórlíki og selt undir merkjum Bjórsamlagsins.

 

Ný reglugerð bannaði krám að blanda drykkinn en þó gátu kráargestir pantað sér hráefnin í bjórlíki við barinn og blandað sjálfir.

 

Áramótaskaupið 1985:

Vídjó

 

Kráareigendur og bjórsinnar mótmæltu banninu harðlega. Í september 1985 héldu þeir í göngu á milli kráa miðbæjarins og helltu bjórlíki niður í mótmælaskyni.

 

bjórlíki jarðað copy