Lemúrinn óskar lesendum sínum gleðilegs árs. Við fögnum komu ársins 2014 ekki einungis sakir nýlundu þess. Þann 1. janúar á hverju nýju ári er einnig haldið upp á svokallaðan Public Domain-dag, þegar ómetanleg menningarverðmæti verða eign almennings.

 

Höfundaréttur í löndum Evrópusambandsins, og víðar, heldur 70 ár eftir and­lát, sem þýðir að þegar árið 2014 gekk í garð datt úr gildi höf­unda­réttur þeirra sem lét­ust árið 1943. Verk þeirra verða þá almenn­ingseign (e. public domain), og almenn­ingi því frjálst að deila þeim og njóta án endurgjalds.

 

Lemúrinn hefur áður haldið upp á Public Domain-daginn árið 2012 og árið 2013 og við bregðum ekki af vananum nú. Lítum á hvaða listamenn misstu höfundarrétt sinn nú um áramótin.

 

tumblr_lzr51noaII1qlc0voo1_1280

Rússneska tónskáldið og píanóleikarinn Sergei Rachmaninoff lést þann 28. mars 1943, þá sjötugur að aldri.

 

Rachmaninoff er þekktastur fyrir píanóverk sín og píanókonserta sem þykja bæði krefjandi fyrir flytjandann og njóta stöðugra vinsælda tónleikagesta um heim allan. Hlustum á tónskáldið sjálft flytja annan konsert sinn:

 

 

Bandaríski djasspíanistinn Fats Waller lést 15. desember 1943, aðeins 39 ára að aldri. Waller var afar áhrifamikill og má merkja áhrif hans á djasspíanóleik enn í dag. Hann er hvað frægastur fyrir lög sín Ain’t Misbehavin’ og Honeysuckle Rose og við skulum horfa og hlýða á það fyrrnefnda, í upptöku frá 1943:

 

 

tumblr_m230vh8E701rnseozo1_1280

 

Breski barnabókahöfundurinn Beatrix Potter lést þann 22. desember 1943. Verk Potters hafa notið vinsælda áratugum saman og ótal börn í Bretlandi og um heim allan alist upp með grallaranum Pétri kanínu og félögum hans.

 

9780723267171L_001

 

Að lokum má nefna serbneska uppfinningamanninn og furðufuglinn Nikola Tesla sem lést þann 7. janúar 1943. Enn fleiri listamenn og aðra, hverra verk eru nú í almannaeigu, má kynna sér hérna á síðunni Public Domain Review.

 

Nikola-Tesla-nikola-tesla-3362227-1591-1250