Wikipedia á íslensku hefur verið til í 10 ár. Í tilefni þess voru á dögunum birtar fjölmargar ljósmyndir frá einum frægasta mótmælafundi Íslandssögunnar. Árið 1949 sam­þykkti rík­is­stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar aðild Íslands að Norður-​​Atlantshafsbandalaginu. Ákvörð­unin var mjög umdeild á sínum tíma, og fjöldi manns safn­að­ist saman við Austurvöll þann 30. mars í mót­mæla­skyni. Eins og frægt er, kom til harð­vítugra átaka milli and­stæð­inga samn­ings­ins, lög­reglu og stuðn­ings­manna aðildar.

 

Lemúrinn hefur áður birt myndir frá mótmælunum, en Valgerður Tryggvadóttir tók magnaðar ljósmyndir á þessum sögulega degi sem sjá má hér.

 

Ljósmyndirnar sem við sjáum hér voru teknar 30. og 31. mars 1949. Þeim hefur verið hlaðið  á vef Wikimedia Commons. Myndirnar voru teknar af óþekktum lögreglumönnum og fengnar annars vegar frá Þjóðskjalasafninu og hins vegar Lögreglunni á Suðurnesjum.

 

Keflavik-policemen-Hotel-Borg-1949

„Áflogasveit frá Keflavíkurflugvelli undir stjórn Lárusar Salómonssonar gengur á Austurvöll 30. mars 1949. Frá vinstri: Óli „Norski“ (var frá Sauðárkrók), Lárus Salómonsson, Sigurður Sigurðsson, fyrir aftan þá eru lögreglumennirnir Benedikt Þórarinsson, Þórarinn Fjelsted, Bjarni Gíslason og Lúðvík Jónsson.“

 

Bjarni-Benediktsson-public-radio-announcement-1949

Bjarni Benediktsson, skýrir þjóðinni frá undirritun varnarsáttmálans og inngöngu Íslands í NATO 1949. Pétur Pétursson þulur við upptökutækin.

 

Talið er að um 8–10 þúsund manns hafi verið á Austurvelli þennan dag. Átökin voru hörð og þeim lauk ekki fyrr en lög­reglan dreifði tára­gasi um þetta ann­ars frið­sæla torg í hjarta Reykjavíkur.

 

Skrif dag­blað­anna í kjöl­far atburð­anna bera glöggt vitni um and­stæð­urnar í íslenskum stjórn­málum á þeim tíma. Þjóðviljinn sagði að ákvörðun Alþingis hefði verið tekin „í skjóli ofbeldis og villimann­legra árása á frið­sama alþýðu“ og kall­aði þá sem sam­þykktu aðild að NATO Bandaríkjaleppa. Morgunblaðið spar­aði heldur ekki stóru orðin og sagði að „trylltur skríll hefði ráð­ist á Alþingi“.

 

1949-althingi-broken-glass

 

1949-althingi-broken-glass-floor

 

1949-althingi-broken-window

 

1949-althingi-door

 

1949-althingi-front-view

 

1949-althingi-interior

 

1949-althingi-window

 

1949-althingi-upper-floor

 

1949-althingi-streetview-2

 

1949-althingi-side-street-4

 

1949-althingi-side-street-3

 

1949-althingi-side-street-2

 

1949-althingi-side-street

 

1949-althingi-sideroom

 

1949-althingi-interior-broken-picture

 

1949-althingi-window-2

 

1949-barricaded-window-2

 

1949-exterior-althingi

 

1949-exterior-althingi-2

 

1949-fence-stakes-removed

 

1949-independant-house

 

1949-inside-althingi

 

1949-inside-althingi-main

 

1949-scattered-papers