Hljóð sem krybbur (skordýrategund skyld engisprettum) gefa frá sér hljóma eins og kór syngjandi manna þegar þau eru spiluð hægt. Ótrúlegt!

 

„Þegar ég hægði á upptökunni á ýmsa vegu fór þetta gamalkunna skordýrahljóð að breytast í eitthvað mjög dularfullt og flókið… næstum mannlegt,“ segir tónskáldið Jim Wilson sem á heiðurinn af þessari upptöku.

 

Hlustum á þetta. Þetta eru tvær upptökur leiknar á sama tíma. Ein er spiluð hægt en hin á venjulegum hraða.

 

[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/49573799″ width=“100%“ height=“166″ iframe=“true“ /]

 

UPPFÆRT: Nú þegar þessi upptaka fer sigurför á internetinu skrifa sumir að hún sé fölsuð en aðrir telja að þetta séu krybbuhljóð í reynd. Sjá hér og hér.