Vegna þáttöku Íslands í umspili fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Brasilíu á næsta ári fjallar Lemúrinn um ýmsa atburði sem tengir knattspyrnusögur Íslands og Brasilíu saman. Sagt er frá því þegar svarta perlan, Pelé, besti knattspyrnumaður sögunnar, kom til Íslands árið 1991. Einnig er fjallað um þegar hvíta perlan, Albert Guðmundsson, ferðaðist með enska liðinu Arsenal til Brasilíu árið 1950.