Vídjó

Það hefur líklega aldrei verið gerð jafnmikil stórmynd um víkinga en The Vikings frá árinu 1958. Þar fóru Kirk Douglas, Tony Curtis og Ernest Borgnine með hlutverk Einars, Eiríks og Ragnars. Einar og Eiríkur eru bræður og berjast um ástir hinnar fögru Morgana sem Janet Leigh lék. Horfið á hana í fullri lengd hér fyrir ofan.

 

Hlutskipti þeirra bræðra var gjörólíkt því Einar var alinn upp við mikið ríkidæmi og höfðingsskap á meðan Eiríkur var hnepptur í þrældóm. Eins og venja var með sögulegar kvikmyndir frá sjötta áratugnum var ekkert til sparað í umgjörð, sviðsmyndum og búningum. Nokkur víkingaskip voru til að mynda smíðuð fyrir gerð myndarinnar. The Vikings er epísk stórmynd með háfleygum samtölum.

 

Morgana: Veistu hvaða haf er breiðast?

Eiríkur: Eitursjór?

Morgana: Nei! Það er hafið á milli heiðingja og kristins manns.

Eiríkur (tekur í hönd hennar): Hendur okkar geta léttilega mæst yfir hafi því.

 

Tónlistin úr myndinni:

Vídjó

 

90959Los_Vikingos_1 32Los_vikingos-it Los_vikingos-486943884-large