Þýskaland. Fæðingarstaður Bach og Beethoven. Goethe og Schiller. Nietzsche  og Schopenhauer. Bauhaus og Rothaus. Já, Evrópsk menning væri öllu fátækari ef ekki væri fyrir blessuð súrkálin. Þó ná yfirburðir Þjóðverja á menningarsviðinu ekki til allra þátta þess eins og bandaríski grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Conan O’Brien komst að.

 

Árið 1997 ákvað Conan að heimsækja Kölnarborg, vöggu þýskrar raftónlistar og þar sem ljósi bjórinn Kölsch er bruggaður.

 

Í stað borgar sem iðar af lífi blasti við Conan kuldalegur tómleiki. Götur Kölnar voru að mestu auðar og skemmtun ungmenna virtist vera af skornum skammti. Þessi menningarlega ládeyða átti sig þó sína skýrustu birtingarmynd í sjónvarpsþætti sem Conan var boðið að heimsækja.

 

Þátturinn sem um ræðir er Harald Schmidt show en hann hóf göngu sína árið 1995 og varð fljótt vinsælasti spjallþátturinn í Þýskalandi. Átti þátturinn að vera gerður að fyrirmynd þáttar Conans, The Late Show og þáttar David Letterman, Late Night, en eins og sést hér að neðan létu aðstandendur hans ekki þar staðar numið. Schmidt og samstarfsmenn hans höfðu í raun ekki aðeins stolið sviðsuppsetningunni heldur einnig heilu grínsketsunum. Svo mikil eru líkindin með þáttunum að pínlegt er að horfa á.

 

Hér skal ósagt látið hvort þættir Harald Schmidt hafi í einu og öllu verið stolnir (eflaust ekki) en sjón er sögu ríkari.