Enn og aftur er heimspekingurinn og rökfræðingurinn Bertrand Russell umfjöllunarefni Lemúrsins. Russell var stórtækur yfir ævina: hann skrifaði yfir 80 bækur um heimspeki og stjórnmál, reykti pípu, lék í Bollywood mynd, og var auk þess virkur á eldri árum í alþjóðlegu baráttunni gegn kjarnorkuvopnavæðingu Kalda stríðsins.

 

Sjálfsævisaga Bertrands Russell er stórskemmtileg lesning.

Ævisaga Bertrands Russell er stórskemmtileg lesning.

Árið 1954 var Russell, þá rúmlega áttræður, í fríi í París ásamt konu sinni. Þau hjúin ætluðu að verja tíma sínum í að skoða frægu staði borgarinnar og heimsóttu meðal annars Ste Chapelle kirkjuna sem sést á myndinni hér að ofan. Á staðnum var stór hópur Íslendinga að hlusta á fyrirlestur um fegurð kirkjunnar, en þegar Russell mætti á svæðið könnuðust Íslendingarnir við heimspekinginn og misstu samstundis allan áhuga á fyrirlesaranum. Þeir fylktust um Russell, spenntir að hitta þennan heimsfræga mann, og hann fann sig knúinn til þess að flýja undan ágangi þeirra. Russell minnist á þennan atburð í stórskemmtilegri þriggja binda sjálfsævisögu sinni:

 

We have had other holidays in Paris since then, notably one in 1954 which we determined should be devoted to sight-seeing. We had each lived in Paris for fairly long periods, but I had never visited any of the things one should see. It was pleasant to travel up and down the river in the bateaux mouches, and to visit various churches and galleries and the flower and the bird markets. But we had set-backs: we went to the Ste Chapelle one day and found it full of Icelanders being lectured on its beauties. Upon seeing me, they abandoned the lecture and crowded about me as the ‘sight’ of the most importance. My remembrance of the Ste Chapelle is somewhat garbled. We retreated to the terrace of our favourite restaurant opposite the Palais de Justice. But, alas, we found it turned — so far as it could be — into a tourists’ Mecca full of post-cards and souvenirs.

 

Ekki er vitað til þess að Russell hafi nokkurn tímann heimsótt Ísland. Það gerði hins vegar lærisveinn hans og vinur (um tíma), hinn víðfrægi og sérvitri heimspekingur Ludwig Wittgenstein, sem ferðaðist um Ísland ásamt vini sínum David Pinsent árið 1912.

 

Russell ávarpar friðarsinna í mótmælum við Trafalgar Square í Lundúnum 1962.

Russell ávarpar friðarsinna í mótmælum við Trafalgar Square í Lundúnum 1962.