Risastóru faróastytturnar sem standa vörð við Abu Simbel-hofin tvö í sunnanverðu Egyptalandi eru með tilkomumestu fornminjum heims. Þegar Egyptar byggðu hina gríðarmiklu Aswan-stíflu á Níl fór mikið landsvæði í Suður-Egyptalandi undir vatn. Ættjörð heillar þjóðar sökk í uppstöðulónið og ómetanlegar fornminjar með.
Steinfaróarnir við Abu Simbel hefðu gert það líka, hefði UNESCO ekki gripið inn í. Alþjóðlegt lið verkfræðinga og fornleifafræðinga var sent á staðinn og með því að skera stytturnar niður í búta — hver bútur mörg tonn að þyngd — tókst þeim að færa þær smátt og smátt ofar í land.
Verkið var gríðarlega vandasamt og dýrt. Fimmtíu og tvær þjóðir gáfu alls um fjörtíu milljónir dollara til verksins. Fjögur ár tók að færa stytturnar 200 metra frá bökkum hins nýja Nasser-vatns.