Getið þið ímyndað ykkur martröð um símaklefa? Símaklefar eru ekki sérstaklega ógnvekjandi fyrirbæri, eða hvað? Hvað ef þú myndir læsast inni í símaklefa? Og kæmist ekki út sama hvað? Það er töluvert hræðileg tilhugsun.

Og það er svið hinnar klassísku spænsku hryllingsstuttmyndar La Cabina eða Símaklefans. Það er verðlaunamynd frá 1972 eftir leikstjórann Antonio Mercero.

1972 La cabina (Jose Luis Lopez Vazquez) (tv) 02

Á sólríkum morgni fylgir venjulegur maður syni sínum í skólabílinn. Á leiðinni heim sér hann símaklefa og skellir sér inn í hann til að hringja í einhvern.

Þegar maðurinn er kominn inn lokast dyrnar á eftir honum. Hann reynir að nota símann en hann virkar ekki. Og reynir að komast út úr klefanum. En dyrnar eru harðlæstar. Sama hvað hann hamast, þær opnast ekki. Vegfarendur staðnæmast og stara á aumingja manninn. Sumir reyna að hjálpa honum, en það tekst ekki. Hann er læstur inni.

Spaugileg sena breytist smám saman í súrrealíska martröð. Athugið að á þessum tíma var Spánn enn einræðisríki og var það til 1975 þegar Francisco Franco lést og lýðræði var komið aftur á. Margt í þessari mynd lítur út fyrir að vera ádeila á stjórn Franco. Myndin hlaut hin bandarísku Emmy-verðlaun árið 1972.

Horfið á myndina hér í fullri lengd (með enskum texta):