Jón Bjarki Magnússon blaðamaður er staddur í Afganistan og sendir okkur þessa mynd: „Kabúl. 26. júlí. 2013. Klukkan er að slá í tólf á miðnætti og hitastigið er 26 gráður. Göturnar eru tómar. Ég heyri í einum og einum bíl þjóta framhjá. Annars þögn. Ótti. Það eina sem ég get sagt. Það er ótti í loftinu eftir 35 ára stríðsástand. En fólkið. Fólkið er undurfagurt eins og við mátti búast.“ Mynd: Jón Bjarki Magnússon.