Hvernig var lífið í Afganistan á árunum 1950-1970?

 

Þegar Afganistan ber á góma hugsa flestir um fátækt og styrjaldir, jarðsprengjur og trúarofsa. Það er skiljanlegt, enda er Afganistan samtímans gjörsamlega eyðilagt land. Borgaralegt samfélag, menntun og uppbygging hefur orðið áratugalöngum styrjöldum og trúarofstæki að bráð. En svona var ástandið ekki alltaf. Á árunum 1950-1970 virtist flest benda til þess að landið væri að nútímavæðast og stíga fyrstu skrefin til velmegunar.

 

Lemúrinn birtir hér safn af ljósmyndum frá Kabúl á árunum 1950-1970, þegar margt var á uppleið í þessu ófarsæla landi.

 

Leikvöllur

Mæður með börn sín á löngu horfnum leikvelli. Konurnar sjást ganga um berleggja í pilsum. Slíkt væri óhugsandi í dag, því konur í Afganistan búa nú við skelfilega kúgun.

 

Borgarar standa í röð, á leiðinni í bíó.

Borgarbúar á leiðinni í bíó.

 

Háskólinn í Kabúl

Hér sjáum við svæði háskólans í Kabúl. Á 6. og 7. áratugnum klæddust nemendur vestrænum fötum. Nemendur af báðum kynjum gátu hittst og spjallað saman opinberlega. Það þekkist varla í Afganistan í dag.

 

Stúlkur í plötubúð.

Ungar stúlkur í plötubúð.

 

Hjúkrunarkonur sitja fyrirlestur um líffærafræði.

Hjúkrunarkonur sitja fyrirlestur um líffærafræði.

 

6

Á árunum 1950-1970 bauðst konum að stunda nám í læknisfræði og öðrum fögum við Kabúl-háskóla.

 

Ljósmóðir með barn á spítalanum í Kabúl.

Ljósmóðir með barn á spítalanum í Kabúl.

 

Áður bauð afganska ríkið upp á læknisþjónustu í fjarlægum sveitahéruðum. Í dag væri slíkt afskaplega hættulegt fyrir starfsfólk.

Áður bauð afganska ríkið upp á læknisþjónustu í fjarlægum sveitahéruðum. Í dag væri slíkt allt of hættulegt fyrir starfsfólk.

 

11

Þjóðverjar aðstoðuðu Afganistan við uppbyggingu vatnsorkuvers í byrjun 6. áratugarins. Það stendur enn.  Í dag hafa um 20% afganskra heimila aðgang að rafmagni.

 

Smáiðnaður blómstraði í Afganistan á þessum árum.

Smáiðnaður blómstraði í Afganistan á þessum árum.

 

Ungar stúlkur í skátahreyfingu.

Ungar stúlkur í skátahreyfingu.

 

Búðargluggar í miðborginni sýna nýjustu kjólana til sölu.

Búðargluggar í miðborginni sýna nýjustu kjólana til sölu.

 

Starfsfólk að undirbúa bóluefni á spítalanum í Kabúl.

Starfsfólk að undirbúa bóluefni á spítalanum í Kabúl.

 

Fæðingardeildin á Kabúl-spítala.

Fæðingardeildin á Kabúl-spítala. Í Afganistan í dag er fæðingartíðnin há, að meðaltali 5.5 börn á konu.

 

Afganski herinn

Afganski herinn tilheyrir nú sögunni. Bandaríkjamenn hafa á síðustu árum varið milljörðum dollara í að þjálfa upp nýjar afganskar öryggissveitir, án marktæks árangurs.

 

Afgönsk ríkisstjórn

Áður voru ríkisstjórnir Afganistans skipaðar menntamönnum sem lært höfðu á Vesturlöndum og klæddust vestrænum fötum.

 

17

Fataverksmiðja. Á þessum tíma var mikil uppsveifla í efnahagslífi landsins. Linnulaust stríð hefur nú gert efnahagsuppbyggingu svo að segja ómögulega.

 

Rafmagnslýsing er ávísun á velsæld

Rafmagnslýsing er ávísun á velsæld. Hér sjáum við Kabúlbúa halda upp á þjóðhátíðardag Afganistans á miðjum 7. áratugnum. Borgin er öll í ljósum.

 

Útvarpsstöð í Kabúl.

Útvarpsstöð í Kabúl.

 

Radio Kabúl var stofnað á 4. áratug síðustu aldar.

Radio Kabúl var stofnað á 4. áratug síðustu aldar.

 

Húsgagnaverslun.

Húsgagnaverslun.

 

Útimarkaður í Kabúl.

Ávaxta- og grænmetismarkaður.

 

 

Sporvagn í Kabúl

Strætisvagn í miðborginni.

 

Heimild: Афганистан 50-ых и 60-ых годов