Á árum endurreisnarinnar í Evrópu á 14.-16. öld komst það í tísku að klæðast skreyttum hjálmum og brynjum. Ríkir aðalsmenn kepptu um að vera hver öðrum glæsilegri í vígbúnaði og réðu því til sín járnsmiði, handverksmeistara og listamenn.

 

Lemúrinn birtir hér myndir af merkilegum stríðshjálmum frá þessu tímabili. Margir gripirnir eru stórkostleg listaverk.

 

Bascinet hjálmur frá 15. öld.

Bascinet hjálmur frá 15. öld, eftir smið frá Mílan.

 

Annar Bascinet hjálmur eftir sama smið.

Annar Bascinet hjálmur eftir sama smið.

 

helmet3

Sallet-hjálmur sem líkist ljónshöfði, frá sirka 1475-1480, úr einni elstu all’antica brynju sem varðveist hefur. Hjálmurinn er úr gylltum kopar og ber einkenni endurreisnarlistar.

 

helmet4

Hjálmur þessi er þýskur, frá í kringum 1500. Hann hefur verið málaður með olíulitum.

 

Á 16. öld var það tíska hjá evrópska aðalnum að klæðast skrítnum hjálmum í líki fugla og annara kynlegra kvikinda.

Á 16. öld var það tíska hjá evrópska aðalnum að klæðast skrítnum hjálmum í líki fugla og annara kynlegra kvikinda.

 

Hjálmur með horn, smíði eftir Konrad Seusenhofer frá Innsbruck, sirka 1511-1514. Hluti af brynju sem Maximilian keisari sendi Hinriki áttunda Englandskonungi.

Hjálmur með horn, smíði Konrads Seusenhofer frá Innsbruck, sirka 1511-1514. Hjálmurinn er hluti af brynju sem Maximilian keisari sendi Hinriki áttunda Englandskonungi.

 

Önnur mynd af sama hjálmi.

Önnur mynd af sama hjálmi.

 

Hjálmur með grímu eftir hjálmsmiðinn Kolman

Hjálmur með grímu eftir hjálmsmiðinn Kolman, frá Augsburg í Þýskalandi, sirka 1515. Hjálmar með mannsandlitum voru sérlega vinsælir í Þýskalandi á 16. öld.

 

Sami hjálmur á hlið.

Sami hjálmur á hlið.

 

Hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar.

Hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar.

 

Hjálmur þessi var gerður fyrir Maximilian fyrsta, keisara Hins heila rómverska keisaradæmis.

Hjálmur þessi var gerður fyrir Maximilian fyrsta, keisara Hins heila rómverska keisaradæmis.

 

Hjálmur Guidobaldo II della Rovere, greifans af Urbino, Mílan, sirka 1532-35.

Hjálmur Guidobaldo II della Rovere, greifans af Urbino, Mílan, sirka 1532-35.

 

helmet13

Hjálmur Karls fimmta, keisara Hins heilaga rómverska keisaradæmis, smíðaður af hjálmsmiðnum Desiderius, sirka 1540.

 

Hjálmur eftir Filippo Negroli, 1533.

Hjálmur eftir smiðinn Filippo Negroli, 1533.

 

Hjálmur eftir hjálmsmiðinn Kolman, sirka 1530.

Hjálmur eftir hjálmsmiðinn Kolman, sirka 1530.

 

Hjálmur eftir bræðurna Filippo og Francesco Negroli, 1545.

Hjálmur eftir smiðsbræðurna Filippo og Francesco Negroli, 1545.

 

Gylltur hjálmur frá 1555 sýnir orrustur milli furðuvera og sögulegra skrímsla.

Gylltur hjálmur frá 1555 sýnir orrustur milli furðuvera og sögulegra skrímsla. Hjálmurinn var gerður fyrir Hinrik II Frakklandskonung, en endaði í listgripasafni Medici-fjölskyldunnar frægu.

 

Hjálmur frá Feneyjum, í kringum 1560. Glæsilegur fjölhöfða dreki skreytir hjálminn.

Hjálmur frá Feneyjum, í kringum 1560. Glæsilegur fjölhöfða dreki skreytir hjálminn.

 

Hjálmur sem líkist skel sjávardýrs. Frá Japan, 1618.

Hjálmur sem líkist kuðungi. Frá Japan, 1618.

 

Þýskur eða ítalskur Savoy-hjálmur, sirka 1620-1630.

Þýskur eða ítalskur Savoy-hjálmur, sirka 1620-1630.

 

Fiskmunnahjálmur (Stechhelm). Slíkir hjálmar  voru notaðar á 14.-17. öld.

Fiskmunnahjálmur (Stechhelm). Slíkir hjálmar voru notaðir á 14.-17. öld.

 

Til samanburðar sjáum við hér Sandor Clegane, "Hundnn", úr vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones.

Til samanburðar sjáum við hér Sandor Clegane, „Hundinn“, úr vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones. Clegane er með glæsilegan hjálm sem líkist hundshöfði.

 

Thulsa Doom og snákahjálmurinn

Seiðkarlinn Thulsa Doom í kvikmyndinni Conan the Barbarian (1982). Hann ber glæsilegan snákahjálm á höfði.

 

Heimild: Vincze MiklósThe Weirdest and Fiercest Helmets from the Age of Armored Combat