Í frumskógum Suðaustur-Asíu býr fljúgandi Sunda-lemúrinn. Þetta merkilega dýr er sérlega illa nefnt, því það getur ekki flogið og er auk þess ekki lemúr, enda búa lemúrar aðeins á Madagaskar.

 

Sunda-lemúrinn er spendýr af ætt kólúga og býr í trjánum. Hann sefur á daginn en fer á stjá að nóttu til og nærist þá á laufum, ávöxtum og blómum. Í stað þess að vera sífellt að klifra ferðast hann á milli trjánna með því að breiða úr gífurlegri himnu sem nær yfir allan líkamann. Þannig getur hann stokkið og svifið langar leiðir milli trjástofna án þess að leggja mikið á sig.

 

Svífandi fluglemúr

Svífandi Sunda-lemúr.

 

Ljósmyndir: Yiwen Wong (Creative Commons).