Vídjó

Flestir kannast eflaust við Helen Keller, bandarísku konuna sem árið 1904 varð fyrsta daufblinda manneskjan sem lauk háskólaprófi og varð síðan frægur rithöfundur og fyrirlesari, sósíalisti og baráttukona.

 

Í þessu sjaldséða fréttamyndskeiði frá árinu 1930 sést Keller með kennara sínum Anne Sullivan, en það var með hennar hjálp sem Keller tókst að brjótast úr viðjum fötlunar sinnar og ná athygli umheimsins. Í myndskeiðinu er einmitt fjallað um hvernig Keller gat lært að tala.