Vídjó

Makedónska söngkonan Esma Redžepova er ein frægasti Rómaní- eða sígauna-tónlistarmaður síðari ára. Hún hefur komið víða við á löngum ferli — og tekur meðal annars þátt í Eurovision-söngvakeppninni í ár fyrir hönd Makedóníu. En hér treður hún upp í austurrísku sjónvarpi einhverntímann á fyrri hluta sjöunda áratugarins með hljómsveit sinni, Ansambl Teodosievski.

 

Hér syngur Esma eitt sitt frægasta lag, „Chaje shukarije“: 

Vídjó

 

„Djelem, djelem“, þjóðsöngur Rómaní-fólksins:

Vídjó