Árin 1926-1927 ferðaðist breski kvikmyndafrumkvöðullinn Claude Friese-Greene um Bretland og tók upp merkileg myndskeið með frumstæðri litmyndatækni sem faðir hans hafði þróað áratug áður.

 

Í þessu myndskeiði sjáum við götumyndir og mannlíf í höfuðborginni Lundúnum árið 1927. Margt hefur auðvitað breyst síðan þá — en hlutar borgarinnar eru þó furðu kunnuglegir.

 

Það er Breska kvikmyndastofnunin BFI sem setti þetta á netið og á Youtube-síðu hennar má sjá enn fleiri myndskeið eftir Friese-Greene. Tónlistin í myndbandinu er eftir Jonquil og Yann Tiersen.