Hér sjáum við skjámynd úr tölvuleiknum KZ Manager, en í honum stýrir spilarinn útrýmingarbúðum. Þessi andstyggilegi rasistatölvuleikur hefur birst í mörgum myndum gegnum árin. Hann dreifðist meðal manna í tölvuheiminum á árunum 1987-1995 og útgáfur voru til fyrir Amiga, Commodore 64, DOS og Windows. Frá þessu greindi Bandaríska dagblaðið New York Times árið 1991.

 

Ógeðsleg gösun.

Úr leiknum: „Gasið hefur haft sín áhrif og þér hafið losað Þýskaland við sníkjudýr.“

Markmið leiksins er að halda útrýmingarbúðum gangandi á sem skilvirkastan hátt. Þetta er gert með því að sýsla um með Zyklon B gas, fanga, byggingar, búðir, og vinnuafl fanganna. Gasið er notað til þess að myrða fanga, sem heldur almenningi ánægðum. Gas kostar hins vegar peninga og því þarf að halda einhverjum föngum á lífi til þess að vinna þrælkunarvinnu. Fórnarlömbin eru ýmist Gyðingar, Tyrkir eða Róma-fólk (sígaunar).

 

Eftirfarandi myndband sýnir leikinn í gangi:

 

Vídjó

 

Útgáfa leiksins sem birtist í myndbandinu er á þýsku, og virðist hafa verið þróuð af kynþáttahöturum í Berlín sem kalla sig The Missionaries. Leikurinn er bannaður með lögum í Þýskalandi.