Hinn 10. maí 1940 urðu þáttaskil í sögu Íslands, en eldsnemma morguns þann dag steig breskur her á land í Reykjavíkurhöfn og hernam Ísland.

 

Átta mánuðir höfðu liðið frá því Þjóðverjar réðust inn í Pólland, sem markaði upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. En á þessum stutta tíma höfðu Þjóðverjar þegar hernumið Danmörku og Noreg og innrás vofði yfir Niðurlöndum og Frakklandi.

 

Það var raunveruleg hætta á að Þjóðverjar myndu freista þess að hernema Ísland. Þess vegna ákváðu Bretar að verða fyrri til.

 

Á ljósmyndinni fyrir ofan sjáum við 6 tommu fallbyssu við Reykjavík í ágúst 1940.

 

Nú þegar 73 ár eru liðin frá þessum miklu atburðum eru margir þeir sem urðu vitni að þeim látnir. En árið 1990 voru sýndir frábærir heimildarþættir á RÚV um stríðsárin á Íslandi. Helgi H. Jónsson fréttamaður ræddi í þeim við fjölmarga Íslendinga sem upplifðu hernámsárin.

 

Í fyrsta þætti Stríðsáranna á Íslandi er farið ítarlega yfir hinn örlagaríka dag 10. maí 1940 og talað við Íslendinga jafnt sem Breta. Alls voru þættirnir sex talsins.

 

Vídjó

 

Stríðsárin á Íslandi

 

Stríðsárin á Íslandi3

 

Stríðsárin á Íslandi2

 

Stríðsárin á Íslandi5