Vídjó

Hér heyrum við upptöku af þjóðlaginu „Misirlou“ (á tyrknesku: „Egypskt“) í flutningi Grikkjans Theodotos Demetriades.

Tetos Demetriades

Theodotos ,,Tetos“ Demetriades.

 

Lag þetta á upptök sín í Litlu-Asíu. Ekki er vitað um aldur þess, en flutningur Demetriades í grískum rebetiko-stíl frá árinu 1927 er elsta upptakan sem fyrirfinnst.

 

Theodotos Demetriades var Grikki sem ólst upp í Istanbúl, höfuðborg Ottóman-veldisins. Í fólksflutningunum miklu eftir fyrri heimsstyrjöldina fluttist hann til Bandaríkjanna og sendi þar frá sér þessa upptöku. Í dag er lagið rótgróið þjóðlag í Anatólíu og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

 

Árið 1962 gerði brimbrettarokkarinn Dick Dale sönglausa rokkútgáfu af laginu. Sú útgáfa varð síðan heimsþekkt árið 1994 sem upphafsstefið í geysivinsælu Tarantino-kvikmyndinni Pulp Fiction.

 

Hér heyrum við í Dick Dale & The Del Tones:

 

Vídjó