Einhverjir kynnu í fljótu bragði halda að hér væri á ferðinni fótósjopp-grín, en svo er ekki. Þetta er sebrildið Eclypse, blendingur hests og sebrahests.  Á ensku kallast slíkar skepnur „zorses“ — á íslensku væri þetta ef til vill „sestur“, eða kannski „soss“.

 

Venjulegir hestar og sebrahestar geta ekki afkvæmi í náttúrunni, en fyrir tilstilli manna hafa graðhestar verið settir upp á sebrahryssur gegnum tíðina og úr verða þessar kynlegu skepnur. Fjöldi krómósóma í hrossum og sebrahestum er ekki sá sami, og því eru sestarnir sterílir.

 

Erfitt er að fá venjulega hesta til þess að fara upp á sebrahryssur, enda eru sebrahestar villt dýr og mökunarhegðun þeirra ruddaleg miðað við tamda hesta.

 

Sesturinn Eclypse, í dýragarðinum í Stukenbrock í Þýskalandi.

Sesturinn Eclypse, í dýragarðinum í Stukenbrock í Þýskalandi.

 

Myndskeiðið hér sýnir Eclypse í dýragarðinum í Þýskalandi:

Vídjó

 

Þetta er ,,sasni", afkvæmi asna og sebrahests, úr dýragarðinum í Colchester á Englandi.

Þetta er ,,sasni“, afkvæmi asna og sebrahests, úr dýragarðinum í Colchester á Englandi.

 

Þetta er einn fyrsti blendingur hests og sebrahests, sesturinn Rómúlus, árið 1899.

Þetta er einn fyrsti blendingur hests og sebrahests, sesturinn Rómúlus, árið 1899.