Lemúrinn.is hefur fengið andlitslyftingu og vefurinn er nú betri í sniðum. Notendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú notið Lemúrsins mun betur því vefurinn er nú með svokallaða skalanlega vefhönnun (e. responsive design). Það þýðir að efnið aðlagar sig að umhverfinu og stærð skjásins.

 

Betra aðgengi er nú að eldri greinum í Greinasafninu og allstaðar á síðunni er reynt að koma fjölbreyttu efni til skila.

 

Svo minnum við á Facebook-síðu Lemúrsins þar sem auðvelt er að fylgjast með nýju efni. Við erum líka á Twitter og með RSS veitu.