Af hverju prentuðu sænsk yfirvöld þessa teikningu af tígrisdýri í fánalitum í massavís í síðari heimsstyrjöldinni? Það er vegna þess að þetta er orðaleikur. Setningin „En svensk tiger“ hefur tvær merkingar á sænsku: Sænskur tígur og Svíi þegir.

 

Þessi snjalli orðaleikur var notaður til að brýna fyrir Svíum að halda kjafti á stríðsárunum svo að mikilvægar hernaðarlegar upplýsingar lækju ekki til njósnara og útlendra manna. Þrátt fyrir hlutleysi Svía voru stjórnvöld mjög hrædd við innrásarheri og vildu ekki að erlendir herir kortlegðu varnir landsins.

 

Teiknarinn Bertil Almqvist hannaði merkið.