Bandaríska húsfrúin Ruth Snyder reyndi margoft að myrða Albert eiginmann sinn á árunum 1925-1927. Henni tókst það loks ásamt elskhuga sínum Judd Gray vorið 1927. Lögreglan hafði snarlega uppi á þeim skötuhjúum og í kjölfarið voru þau bæði fundin sek og dæmd til dauða. Hér sést fræg mynd af Snyder í rafmagnsstólnum 12. janúar 1928. Sú aftökuaðferð hafði þá verið í notkun vestanhafs í 38 ár.

 

Myndin var tekin af bandaríska blaðamanninum Tom Howard og birtist daginn eftir aftökuna á forsíðu dagblaðsins New York Daily News.

 

 

Andlitsmynd af Ruth Snyder, tekin í Sing Sing fangelsi í New York skömmu fyrir aftökuna.

 

Forsíðan á New York Daily News með myndinni frægu.