Kristileg gildi og lagasetning hefur verið í umræðunni að undanförnu. Lemúrinn dró fram Biblíu og skoðaði ýmis boð og bönn hennar.

 

1. Þriðja Mósebók, 19:14

„Þú skalt ekki bölva daufum (heyrnarlausum) manni, né leggja fótakefli fyrir blindan mann …“

 

2. Þriðja Mósebók, 19:27

„Enginn sá, er meiddur hefir verið eistnamari eða hreðurskorinn, má vera í söfnuði Drottins.“

 

3. Þriðja Mósebók, 11:12 og 11:11

„Öll lagardýr (sjávardýr), sem ekki hafa sundugga og hreistur, skulu vera yður viðurstyggð.“

„Ekki skuluð þér eta kjöt þeirra, og við hræjum þeirra skal yður stugga.“

 

4. Þriðja Mósebók, 12:4

Eftir fæðingu: „En konan skal halda sér heima þrjátíu og þrjá daga, meðan á blóðhreinsuninni stendur. Hún skal ekkert heilagt snerta og eigi inn í helgidóminn koma, uns hreinsunardagar hennar eru úti.“

 

5. Þriðja Mósebók, 19:19

„… þú skalt eigi sá akur þinn tvenns konar sæði og eigi skalt þú bera klæði, sem ofin eru af tvenns konar efni.“

 

San Gerolamo eftir Caravaggio. Málverk frá um 1600.

 

6. Þriðja Mósebók, 19:28

„Og þér skuluð eigi skera skurði í hold yðar fyrir sakir dauðs mann, né heldur gjöra hörundsflúr á yður.“

 

7. Þriðja Mósebók, 13:45

„Líkþrár (holdsveikur) maður, er sóttina hefir, – klæði hans skulu vera rifin og hár hans flakandi, og hann skal hylja kamp sinn og hrópa: „Óhreinn, óhreinn!““

 

8. Fimmta Mósebók, 23:1

„Þér skuluð eigi kringluskera (krúnuraka) höfuð yðar, né heldur skalt þú skerða skeggrönd þína.“

 

9. Fimmta Mósebók, 22:18–22:20

„Ef maður á þrjóskan son og ódælan … þá skal faðir hans og móðir taka hann og fara með hann til öldunga borgar hans, að borgarhliðinu … Skulu þá allir borgarmenn lemja hann grjóti til bana.“

 

10. Fimmta Mósebók, 23:2

„Enginn bastarður má vera í söfnuði Drottins, jafnvel ekki tíundi maður frá honum má vera í söfnuði Drottins.“

 

11. Fimmta Mósebók, 25:11–25:12

„Þegar tveir menn eru í áflogum, og kona annars hleypur að til þess að hjálpa manni sínum úr höndum þess, er slær hann, og hún réttir út höndina og tekur um hreðjar honum, þá skalt þú höggva af henni höndina og eigi líta hana vægðarauga.“