Vídjó

Í þessu myndskeiði sjáum við sjónvarpsauglýsingar frá Eistlandi frá níunda áratugnum. Þá var Eistland, eins og hin Eystrasaltslöndin, hluti af Sovétríkjunum.

 

Eistneska stúdíóið Eesti Reeklamfilm var eitt stærsta auglýsingafirma Sovétríkjanna. „Ljóst er að auglýsingar á tímum kommúnistastjórnarinnar voru ólíkar auglýsingum vestursins í útliti og tilgangur þeirra var ekki sá sami þegar hvorki stór einkafyrirtæki né samkeppni á sjónvarpsmarkaði var til staðar,“ segir í kynningu um þessa skemmtilegu samantekt.

 

Eistland fékk sjálfstæði 20. ágúst 1991.

 

Tengdar greinar:

Üllar Jörberg er stuðkóngur Eistlands

Draumkenndar myndir frá Sovét-Litháen