Þetta er myndskreyting úr Feuer Buch, ‘Eldbókinni’, þýsku handriti um hverskonar sprengjur, skotelda og önnur hergögn, frá 1584. Þarna er stungið upp á nýstárlegum vopnum: sprengjur festar á ketti og fugla sem eru svo sendir af stað til óvinarins.

 

Til allrar hamingju fyrir þýska ketti eru engar heimildir fyrir því að nokkur maður hafi reynt að gera þessa myndskreytingu að veruleika. (Vonum að enginn eigi eftir að reyna það í framtíðinni, heldur.)

 

Rússneskir hundar, hinsvegar, hafa ekki verið eins heppnir.

 

Skoðið allt handritið hér á heimasíðu Pennsylvaníu-háskóla. Via The Appendix.