Árni Kristjánsson heldur ljósmyndasýninguna TÓKÝÓ Í LIT um helgina í Kex Hostel. Árni er búsettur í höfuðborg Japan og hefur verið iðinn að festa ýmis augnablik þar á filmu. Tókýó er fjölmennasta borgarsvæði jarðar, en í borginni og úthverfum þess búa um 35 milljónir manna. Viðfangsefni mynda Árna er daglegt líf úr japönsku samfélagi og reynir hann að fanga stutt augnablik í daglegu lífi Japana og hina sérstöku birtu sem umvefur fólk og stræti Tókýóborgar.

 

„Myndirnar á sýningunni TÓKÝÓ Í LIT eru litmyndir sem teknar voru frá 2011 til 2012 víðsvegar um Tókýó og eru framkallaðar af filmu á ljósmyndapappír af Árna sjálfum,“ segir í fréttatilkynningu.

 

Sýningin fer fram nú um helgina (17.-18. nóvember 2012) klukkan 11-17. Sýningin er haldin á KEX Hostel (í veislusal á 2. hæð, inn til vinstri) á Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Lemúrinn hvetur lesendur til að virða fyrir sér þessar áhugaverðu myndir.

 

 

 

 

Á heimasíðu Árna eru myndir frá eldri sýningu hans, Myndir, og einnig aðrar myndaraðir:

 

Myndir Exhibition

 

Hakone

Kyoto & Osaka