Fáir Íslendingar voru jafn áberandi á fyrstu áratugunum í NATO-samstarfinu og herstöðvarmálinu og Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og síðar forsætisráðherra.  Lemúrinn hefur áður birt myndir af Bjarna á baki úlfalda, en hér er hann nær náttúrulegu umhverfi sínu.

 

Hann var innsti koppur í búri í Norðuratlantshafsbandalaginu. Hér fyrir ofan sést hann skera afmælistertuna í veislu sem haldin var í tilefni 20 ára afmælis bandalagsins í apríl 1969. Með honum á myndinni er Manlio Brosio, aðalritari NATO og William Rogers, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

 

Sléttum tuttugu árum áður hafði hann skrifaði undir stofnsáttmála NATO í Washington fyrir Íslands hönd.

 

Photo: Nato.

 

Myndin hér að neðan er hins vegar tekin í Reykjavík árið 1968 þegar þar fór fram ráðherrafundur á vegum NATO.  Frá vinstri: Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Bjarni Benediktsson (með sólgleraugu), forsætisráðherra Íslands og loks Manlio Brosio, aðalritari NATO.

 

Photo: Nato.

 

Árið 1951 kom Dwight D. Eisenhower til Íslands, en hann var þá yfirmaður herafla NATO. Hann varð forseti Bandaríkjanna tveimur árum síðar. Bjarni Benediktsson tók á móti honum:

 

Ljósmynd: Pétur Thomsen (Via Borgarskjalasafn).