Mannkynið hefur búið á svæðinu þar sem nú stendur borgin Aleppó í Sýrlandi í árþúsundir. Elstu heimildir um borgina eru fimm þúsund ára gamlar og er hún því vafalaust ein sú elsta í heimi sem enn er búið í.

 

Á þessum fimm þúsund árum hafa ótal þjóðir og innrásarherir komið og farið en borgin alltaf verið á sínum stað, þökk góðrar staðsetningar mitt á milli Miðjarðarhafs og Mesópótamíu.

 

Það er því kannski ekki svo ýkja langt síðan þessar myndir hérna voru teknar — aðeins um hundrað ár. Bandarískir ljósmyndarar, búsettir í Jerúsalem, ferðuðust til Aleppó um aldamótin 1900. Við höfum áður kynnst þessum ágætu ljósmyndurum frá heimsókn þeirra til borgarinnar Homs.

 

Þegar Bandaríkjamennina bar að garði hafði Aleppó öldum saman verið höfuðborg héraðsins Sýrlands í Ottómanveldinu, og ein helsta viðskiptaborg á austurlöndum. En var nú óðum að glata mikilvægi sínu til keppinautarins í suðri, Damaskus. Íbúar voru um hundrað þúsund.

 

Myndin hér að ofan er tekin úr borgvirki frá tólfu öld, sem þá, líkt og nú, trónaði á hæð í miðju borgarinnar. Virkið, sem og allur elsti hluti borginnar, er á heimsminjaskrá UNESCO en liggur nú undir skemmdum vegna nýjustu bardaga í borginni.

 

 

Aleppó-virkið.

 

Fyrir utan virkið.

 

 

 

 

 

Azziziyya, nýjasta hverfi Aleppó þegar Bandaríkjamennina bar að garði.

 

Lakkrísrækt.

 

 

 

Fátæk Gyðingafjölskylda á heimili sínu.