Vídjó

Hvernig hljómar tungumálið svenska? Ég á ekki við sænsku, heldur blönduna af sænsku og ensku, sem stundum kallast Swenglish á ensku.

 

Einu sinni fyrir langa löngu, og löngu á undan Stellan Skarsgård, Noomi Rapace og Alexander Skarsgård starfaði sænskur leikari í Hollywood sem hét því fagra nafni Tor Johnson. Hann talaði Swenglish og keppti í fjölbragðaglímu undir viðurnefninu The Super Swedish Angel.

 

Hér er hann í hlutverki sínu sem rannsóknarlögreglumaðurinn Daniel Clay í meistarastykkinu ógleymanlega Plan 9 From Outer Space sem Ed Wood gerði árið 1958.

 

Hvað segir hann þarna í upphafi? „Who famdeah?“ og „Mellekaleah examibirien rounyet?“

 

 

Tor var fæddur í Svíþjóð árið 1903 og lést 1971 í Kaliforníu, eftir skrautlegan feril vestanhafs. Sagt er að einn besti vinur hans hafi verið Bela Lugosi, ungverski leikarinn sem lék vampírur í nokkrum myndum Ed Wood.

 

Vídjó

Tor í skemmtiþættinum You Bet Your Life með Groucho Marx