Man Ray kom í heiminn árið 1890. Hann hét réttu nafni Emmanuel Radnitzky og var sonur rússneskra gyðinga sem sest höfðu að í Bandaríkjunum. Hann lærði myndlist og flutti árið 1921 til Parísar, höfuðborgar listalífs í heiminum.

 

Þar sló hann í gegn sem ljósmyndari og myndaði marga kollega sína. Í París kynntist hann líka Kiki de Montparnasse. Fyrst vildi hún ekki sitja fyrir á ljós­myndum, en þegar hún fékk að líta mynd­irnar sem Man Ray tók af henni varð hún ólm í að halda áfram sam­starf­inu. Man Ray var elsk­hugi hennar næstu sex ár.

 

Salvador Dalí og Man Ray í París árið 1934. Mynd: Carl Van Vechten.

„Man Ray var líkast til fæddur hugmyndasmiður fáránleikans, hvers konar undarlegra tiltekta og var því upplagi sínu trúr lífið í gegn. Hann vildi gera verk sem skemmtu fólki, gerði það ruglað, æsti það upp eða yrði til leiðinda. Tjámiðill hans var það sem hann hafði í kollinum og á milli handanna hverju sinni og það var honum nóg. Nýjar og ferskar hugmyndir komust í sjónmál, er lokið var við að afgreiða eina, og kölluðu á alla athygli gerandans,“ skrifaði Bragi Ásgeirsson í Morgunblaðið árið 1982.

 

Hér sjáum við nokkrar skemmtilegar myndir eftir Man Ray. Þær birtast í bókinni Man Ray: Portraits. Hollywood Paris Hollywood 1921-1976.

 

 

 

Eugénie Tanase, París (1921).

 

Bernard Deshoulieres, París (1929).

 

Benjamin Fondane, París (1928).

 

Bronislava Nijinska, París (1922).

 

Denise Tual, París (1935).

 

Edward James, París (1937).

 

Ezra Pound, París (1923).

 

Helen Tamiris (Helen Becker), París (1930).

 

Henry Crowder, París (1930).

 

Jacqueline Goddard, París (1930).

 

Karin van Leyden (Karin Elisabeth Kluth), París (1929).

 

Lee Miller, París (1929).

 

 

Marcel Duchamp, París (1921).

 

Nusch Éluard, París (1935).

 

Salvador Dalí, París (1929).

 

William Seabrook og Lee Miller, París (1930).

 

Antonin Artaud, París (1926).

 

Balthus (Balthasar Klossowski de Rola), París (1930).

 

Constantin Brancusi, París (1930).

 

André Breton, París (1928).

 

Alexander Calder, París (1931).

 

Émile Dubuffet aka Lilie Carlu, París (1932).

 

Ernest Hemingway, París (1923).

 

Le Corbusier (Charles-Édouard Jeanneret), París (1927).

 

Joan Miró, París (1928).

 

Joseph Stella og Marcel Duchamp, New York (1920).

 

 

via Dangerous Minds og Mondoblogo