Lemúrinn skoðaði í gær filmur sem sýna León Trotskíj halda ræðu í Mexíkó, þar sem hann bjó sem útlagi í nokkur ár áður en hann var myrtur af flugumanni Stalíns. Við einblíndum fyrst og fremst á forvitnileg atriði varðandi dvöl hans í Rómönsku Ameríku, og ræddum kanínuræktun hans og sambandið við listakonuna Fridu Kahlo.

 

En hver er hin raunverulega arfleifð Trotskíjs í sögunni? Var hann hetja eða skúrkur? Eða kannski bæði?

 

Christopher heitinn Hitchens, blaðamaður og rithöfundur, var aðdáandi Trotskíjs. Árið 2006 tók hann þátt í umræðum í breska ríkisútvarpinu um Trotskíj. Þar mætti hann sagnfræðingnum Robert Service, sérfræðingi í sögu Sovétríkjanna, sem talaði ekki jafn fallega um rússneska byltingarleiðtogann.

 

Þeir sem eru slyngir í ensku gætu haft gagn og gaman af þessu spjalli Hitchens, Service og þáttastjórnandans Parris.

 

Vídjó

Fyrsti hluti

 

Vídjó

Annar hluti

 

Vídjó

Þriðji hluti