Forsetakosningar eru sjaldgæfar á Íslandi. En þegar kosningarnar fara fram marka þær oftast djúp spor í sögu þjóðarinnar. Oftar en ekki svífur einkennilegur andi yfir kosningabaráttunni, konunglegur bragur embættisins er framandi. Við renndum yfir dagblöð fortíðarinnar og skoðuðum birtingarmyndir forsetakosninganna á ólíkum tímum.

 

Smellið á myndir til að sjá þær í fullri stærð.

 

1952

 

Fyrstu forsetakosningarnar. Fyrsti forsetinn Sveinn Björnsson var einn í framboði og því sjálfkjörinn 1945 og 1949. Sveinn lést í embætti árið 1952 og því fóru kosningar fram það ár. Nokkur óvissa ríkti í byrjun um hverjir frambjóðendurnir yrðu. Hörð stjórnmálaátök í samfélaginu höfðu sitt að segja.

 

En í framboði voru þrír: Ásgeir Ásgeirsson, þingmaður Alþýðuflokks og fyrrverandi forsætisráðherra; séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, og Gísli Sveinsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks.

 

Ásgeir sigraði með 48,3% atkvæða, Bjarni fékk 45,5% og Gísli 6,2%.

 

Fyrst sjáum við stuðningsmannablað Ásgeirs, Forsetakjör, en algengt var að slík blöð væru gefin út í tengslum við forsetakosningar fyrstu áratugina.

 

Blöðin voru ekkert að skafa af því í fyrstu forsetakosningunum. Hér lýsir Morgunblaðið eindregnum stuðningi við Bjarna og hvetur lesendur til að kjósa hann.

 

Alþýðublaðið studdi Ásgeir.

1968

 

Í framboði voru Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Gunnar Thoroddsen sendiherra. Kristján fékk 65,6% atkvæða og Gunnar 34,4%. Stuðningsmenn þeirra gáfu út blöð sem bera vitni um stemninguna í kosningunum.

 

Í janúar 1968 var ljóst að forsetakosningar færu fram um vorið. Á þeim tímapunkti bjuggust flestir við að Gunnar Thoroddsen hreppti hnossið enda hóf hann undirbúning að kosningunum snemma og var auk þess tengdasonur Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.

 

 

 

 

 

 

 

1980

 

Í framboði voru fjórir: Albert Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, Pétur Thorsteinsson sendiherra og Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri.

 

Vigdís fékk 33,8% atkvæða, Guðlaugur 32,3%, Albert 19,8% and Pétur 14,1%.

 

 

 

 

 

1988

 

Vigdís Finnbogadóttir varði forsetatitilinn gegn mótframboði frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur húsmóður og meðlimi í Flokk mannsins. Þetta var í fyrsta sinn sem mótframboð var gegn sitjandi forseta.

 

Sigrún vildi virkja forsetaembættið í pólitískum tilgangi. Vigdís hélt sig til hlés í kosningabaráttunni og vildi meðal annars ekki mæta Sigrúnu í sjónvarpskappræðum.

 

Vigdís fékk 92,7% atkvæða, Sigrún 5,3%.

 

 

1996

 

Í framboði voru Ástþór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari og Ólafur Ragnar Grímsson.

 

Ólafur fékk 41,4% atkvæða, Pétur 29,5%, Guðrún 26,4% og Ástþór 2,7%.

 

Guðrún Pétursdóttir hóf slaginn en dró framboðið til baka nokkrum vikum fyrir kosningar.

 

 

2004

Í annað sinn voru mótframboð gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. Mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson.

 

Ólafur fékk 85,6% atkvæða, Baldur 12,5% og Ástþór 1,9%.

 

Morgunblaðið, 26. júní 2004.