„— Sússí, segir Viggó Hovgaard. — Ég gleymdi gleraugum mínum hjá rúminu mínu. Sæktu þau handa mér.

 

Sússí lítur um stund með hnetubrúnum augum á húsbónda sinn, snýst á hæli, opnar og stekkur upp. 20 sekúndum síðar birtist hún með gleraugun.

 

— Sæktu nú vindil handa pabba, Sússí.

 

Tíkin bregst fljótt við. Hún stekkur að vindlakassanum, opnar hann og tekur varlega vindil út með tönnunum.

 

Hún afhendir Hovgaard vindilinn án þess að á honum sjái.

 

Þegar hann tautar eitthvað um, að sig vanti nú „eitthvað“, fer Sússí og sækir eldspýtustokkinn.

 

— Nú fer að færast fjör í leikinn, Sússí, segir Viggó Hovgaard. — Spilaðu fyrir okkur.

 

Tíkin lætur ekki segja sér þetta tvisvar. Hún sprettur að píanóinu eins og hvert annað undrabarn og hefur leikinn. Viggó Hovgaard spilar undir á banjó, og loks syngur ferfætlingurinn.

 

Beethoven og Mozart hefðu ekki kannast við tónlistina. sem leikin var, en þeir hefðu hrifist af að sjá Sússí við píanóið. Eftir hljómleikana fær hún kjötbein að launum.“

 

Æskan, maí 1980.