Vídjó

Í sumum íþróttum er nóg að vinna ríkjandi heimsmeistara til að verða heimsmeistari. En reyndar ekki í knattspyrnu. Frakkar voru heimsmeistarar í fótbolta árið 1998 þegar þeir mættu á Laugardalsvöll og léku gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins 2000. Eins og flestir muna gerðu Íslendingar jafntefli við Frakka, 1-1. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið heimsmeistaratitil, kannski stolið honum frá Frökkum.

 

Eftir leikinn tók íþróttafréttamaðurinn Ingólfur Hannesson frægt viðtal við Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara sem einhver hefur sett á YouTube. Í gær sögðum við frá frægasta atriðinu í sögu norskra útsendinga frá fótboltaleikjum, þegar Björge Lillelien hrópaði skilaboð til járnfrúarinnar Margaret Thatcher eftir að Norðmenn unnu Englendinga, og þetta er líklega frægasta samskonar augnablik Íslandssögunnar.

 

En hér er myndband með mörkum leiksins og skemmtileg umfjöllun um hið mikla afrek Íslendinga.