Níu evrópskir konungar stilla sér hér upp í Buckingham-höll í Englandi. Tilefni samkomunnar var jarðarför kollega þeirra, Játvarðs VII Bretlandskonungs, sem lést 6. maí 1910.

 

Aftari röð, frá vinstri: Hákon VII konungur Noregs, Ferdinand I konungur Búlgaríu, Manúel II konungur Portúgals, Vilhjálmur II keisari Þýskalands, Georg I konungur Grikklands og Albert I, konungur Belgíu.

 

Fremri röð: Alfons XIII konungur Spánar, Georg V konungur Bretlands, Friðrik VIII konungur Danmerkur.