Vídjó

Mexíkóski rithöfundurinn Carlos Fuentes er látinn, 83 ára að aldri. Hann var einn þekktasti rithöfundur Rómönsku Ameríku, afkastamikill skáldsagna- og leikritahöfundur.

 

Hann sagði eitt sinn að rithöfundar þyrftu að hræðast dauðann til að skrifa almennilega.

 

„Þegar hálf ævin er að baki þá verður maður að sjá glitta í dauðann til að byrja að skrifa fyrir alvöru. Sumir sjá endalokin snemma, eins og Rimbaud. Þegar þau nálgast finnst þér þú þurfa að bjarga þessum hlutum. Dauðinn er hinn mikli Maecenas, dauðinn er hinn mikli engill rithöfundarins. Þú verður að skrifa því þú átt svo stutt eftir.“

 

Hér fyrir ofan er viðtal sem bandaríski sjónvarpsmaðurinn Charlie Rose tók við Fuentes, vegna síðustu bókar hans La Voluntad y la Fortuna sem út kom árið 2008. Spjall þeirra um stöðu mála í Mexíkó er áhugavert.

 

Neðst ræðir Carlos Fuentes við tímarit samtakanna  AARP (American Association of Retired Persons) sem stofnuð voru árið 1958 fyrir Bandaríkjamenn á eftirlaunum.

 

Vídjó