Það var reiðarslag fyrir marga þegar fréttist í byrjun maí að Adam Yauch, einn af stofnendum rappsveitarinnar Beastie Boys frá New York væri látinn 47 ára að aldri úr krabbameini.

 

Enda er Beastie Boys ein áhrifamesta hljómsveit síðustu áratuga, og afar vinsæl allt frá því er drengirnir slógu fyrst í gegn með frumlegri tónlist og textum á níunda áratugnum.

Beastie Boys árið 1986.

 

Hér skyggnumst við aftur í fortíðina – alla leið til Reaganáranna í Bandaríkjunum þegar Beastie Boys voru nýbúnir að slá í gegn. Árið 1986 var í settinu hjá Opruh Winfrey rætt um ritskoðunarmál – sem var mikið hitamál í bandarískum stjórnmálum á þessum tíma eins og áður hefur komið fram hér á Lemúrnum.

 

Tipper Gore, eiginkona Als Gore varaforseta Bandaríkjanna 1993-2001 og Friðarverðlaunahafa Nóbels, var í forsvari fyrir foreldrafélög sem vildu ritskoða sóðakjafta á borð við Adam Yauch og félaga í Beastie Boys. Í settinu var líka Jello Biafra, úr pönksveitinni Dead Kennedys.

 

Árið 1998 baðst Adam Yauch afsökunar á því að hafa sært einhvern, sérstaklega konur, með dónatextum sínum. Afsökunarbeiðnin birtist í rímum í laginu Sure Shot á plötunni Hello Nasty.

„I want to say a little something that’s long overdue/ The disrespect to women has got to be through/ To all the mothers and sisters and the wives and friends/ I want to offer my love and respect to the end.“

 

Opruh-þátturinn í heild sinni:

Vídjó

 

Vídjó

Vídjó

Vídjó