Einn mikilvægasti ljósmyndari Bandaríkjanna á 19. öld var Írinn O’Sullivan. 

 

Timothy O’Sullivan var fæddur á Írlandi árið 1840 en flutti með foreldrum sínum tveimur árum síðar til New York. Ljósmyndatæknin var glæný og enn frumstæð þegar O’Sullivan komst kornungur í læri hjá Mathew Brady, sem var einn helsti frumkvöðull tækninnar í Bandaríkjunum og kallaður faðir blaðaljósmyndunar.

 

O’Sullivan barðist í þrælastríðinu frá 1861 og starfaði síðar við hlið Brady og tók ljósmyndir frá vígvellinum. Þar tók hann sína frægustu ljósmynd – Harvest of Death – sem sýnir látna hermenn liggja eins og hráviði eftir orrustuna um Gettysburg.

 

Eftir lok stríðsins varð Timothy O’Sullivan mikilvægur hlekkur í könnunarleiðöngrum landkönnuða og fræðimanna, meðal annars um hinar miklu ókönnuðu lendur Bandaríkjamanna í vestri. Hann fór nokkrum sinnum á árunum 1867-1874 í langar ferðir með þekktum vísindamönnum og kom alltaf til baka með fangið fullt af ótrúlegum og leyndardómsfullum ljósmyndum af „villta“ vestrinu. Hann var listamaður sem náði að fanga sjónrænan margbreytileika í áður óþekktum mæli og hefur haft gífurleg áhrif allt fram á þennan dag.

 

Ljósmyndirnar sem við sjáum hér sýna landslag, mannvirki og fólk í vestrinu á árunum 1860-1880. O’Sullivan lést árið 1883.

 

Fornar rústir í Cañon de Chelle, Nýju Mexíkó. 1873.

 

Þorpið Austin í Nevadafylki árið 1868. Minnir á Lukku-Láka.

 

Black Cañon, Colorado River, 1871.

 

Cañon de Chelle, Nýja Mexíkó.

 

Fort. Fischer, Norður-Karólína. Hervirki í þrælastríðinu. Mynd frá 1864.

 

Klettaristur spænskra landnema, nokkrum öldum áður: „Don Diego de Vargas herforingi, sem hertók fyrir vora heilögu trú og konunglegu krúnu alla Nýju Mexíkó var hér árið 1692.“

Enn eldri ristur: „Por aquí pazo (pasó) el Alferes (alférez) Dn. Joseph de Payba Basconzelos el año que trujo el Cavildo del Reyno (que trajo el Cabildo del Reino) a su costa a 18 de febrero de 1526 años.“ „Hér kom við höfðinginn Don Joseph de Payba Basconzelos árið sem hann kom hér á stjórn konungs 18 febrúar árið 1526.“

 

Iceberg Cañon, Colorado River, 1872.

 

Virki helvítis: Fort Hell í Colorado. 1865.

 

Veðrað grjót. Arizona, 1871.

 

Shoshone fossar, Snake River, Idaho. 1874.

 

Tufa Domes, Pyramid Lake, Nevada-fylki 1867.

 

Apache-indíánar við Apache Lake, Sierra Blanca Range, Arizona, 1873.