Ítalski ljósmyndarinn Luigi Pesce tók þessa mynd af opinberum starfsmönnum með karakúl-ullarhatta fyrir utan mosku eina í Teheran í Íran, um 1850. Flestir mannanna eru skegglausir, sem bendir til þess að þeir hafi verið geldingar.

 

Geldingar sáu um rekstur kvennabúra Íranskeisara, og gátu náð langt innan hirðarinnar. Stofnandi Qajar-keisaraættarinnar sem réð ríkjum í Íran frá 1785 til 1925, Mohammad Khan Qajar, var sjálfur geldingur. (Metropolitan Museum.)