Þetta er Dorothy Draper (1807-1901) en hún var systir vísindamannsins Johns Williams Draper sem var frumkvöðull á sviði ljósmyndatækninnar. John tók þessa mynd af Dorothy annað hvort árið 1839 eða 1840 og er hún talin fyrsta ljósmyndin af andliti konu, og í raun ein allra fyrsta portrettmyndin af nokkurri manneskju. Myndin er svokölluð Daguerreótýpa.