Vídjó

Bandaríski blaðamaðurinn Mike Wallace lést 93 ára gamall á dögunum. Hann var frægastur fyrir áratugastarf sitt hjá 60 Minutes. En á sjötta áratugnum stjórnaði hann eigin viðtalsþætti í sjónvarpi sem hét einfaldlega The Mike Wallace Interview.

 

Og árið 1958 var gestur Wallace enginn annar en spænski súrrealistinn Salvador Dali. Hér sjáum við viðtalið. Upphaf þáttarins er allsérstakt – súrrealískt í augum nútímamanna – en logandi sígaretta er í aðalhlutverki þá.

 

Síðari hluti:

Vídjó

 

Mike Wallace (1918-2012).