Þessir glæsilegu menn hér að ofan eru sakborningar í einstöku sakamáli sem nú er til meðferðar í réttarkerfi Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Þeir eru meðlimir í Bergholz-klaninu, ofsatrúuðum amish-söfnuði. Allt frá stofnun safnaðarins árið 1995 hafa meðlimir hans eldað grátt silfur við hófsamara amish-fólk í Ohio.

 

Söfnuðurinn er sakaður um að hafa brotist inn á heimili trúbræðra sinna að næturlagi og klippt skegg þeirra og hár.

 

Markmið árásanna var að niðurlægja fórnarlömbin, sem hinir ofsafegnu Bergholzarar álitu ekki nógu strangtrúuð. Amish-mönnum er stranglega bannað að skera skegg sitt eftir að þeir ganga í hjónaband, og var skeggmissirinn flestum því mikil sálarkvöl. Ofsatrúarmennirnir réðust líka á hár kvenna, sem þeim er bannað að klippa eftir hjónaband.

 

Leiðtogi Bergholz-klansins heitir því skemmtilega nafni Sam Mullet og er jafnframt faðir flestra sakborninga. Hann hefur verið ásakaðar um að stýra sértrúarsöfnuði. Meðal annars amish-fólks ganga hræðilegar sögur um alræðisvald hans yfir fylgismönnum sínum, og að hann stundi það sofa hjá eiginkonum sona sinna til þess að reka úr þeim djöfla.

 

Lögreglumyndir af skeggstuldargenginu alræmda. Sam Mullet er efst í vinstra horni.

 

Og frá hlið.