Hér eru nokkrar litríkar og skemmtilegar nærmyndir af stökkköngulóm. Þeir lesendur sem ekki eru hrifnir af köngulóm vilja kannski sleppa því að lesa þessa grein — en Lemúrinn mælir þó eindregið með að allir skoði þessar myndir og njóti þeirra, enda köngulær alls ekki verri en aðrir íbúar jarðarinnar á neinn hátt.

 

Stökkköngulær eða salticidae er stærsti ættbálkur köngulóa; 13% allra köngulóa eru stökkköngulær og ættbálknum tilheyra meira en 5.000 tegundir. Þær eru allar í smærra lagi, að meðaltali 4-7 mm að lengd. Annars eru stökkköngulær þekktastar fyrir, eins og nafnið gefur til kynna, stökkhæfileika; þær geta stokkið allt að 80 sinnum líkamshæð sína.

 

Stökkköngulær má finna í næstum hvaða heimshluta sem er — þær hafa meira að segja fundist uppi á Everest-tindi. Þær eru þó því miður sjaldséðar á Íslandi. Við verðum að láta okkur nægja þessar fallegu myndir. Það er Bandaríkjamaðurinn Thomas Shahan sem fundið hefur köllun sína í portrettljósmyndun stökkköngulóa og hægt er að skoða ennþá fleiri myndir af þessu tagi á Flickr-síðu hans.

 

Phidippus mystaceus.

 

Phidippus mystaceus.

 

Phidippus audax

 

Phidippus audax.

 

Nístandi augnaráð kvenkyns Maevia inclemens.

 

Pelegrina galathea.

 

Habronattus mataxus.

 

Phidippus putnami.

 

Hentzia palmarum