Vídjó

Þetta ofurhressa tónlistarmyndband frá árinu 1988 er á ábyrgð grínistans Sergei Minaev, sem sló í gegn seint á níunda áratugnum fyrir að búa til grínútgáfur af þekktum dægurlögum, bæði innlendum og erlendum – þar á meðal Lambada, One Night in Bangkok og Careless Whisper. Afbakanir hans á ýmsum poppsmellum reyndust oftar en ekki njóta meiri hylli en upprunalegu útgáfurnar.

 

Sergei Minaev hefur enn fremur unnið sér það til frægðar að leika Júdas í rússneskri uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ – Superstar (Иисус Христос — суперзвезда) árið 1992 – og að syngja titillag rússnesku útgáfunnar af teiknimyndunum klassísku Sögur úr Andarbæ.