Þessi ljósmynd var tekin árið 1889 í skíðabrekku í Noregi. Á þeim tíma þótti ekki við hæfi að konur renndu sér á skíðum, en sú sem við sjáum hér lét ekki stöðva sig. Hún hét Eva Sars og var ein nafntogaðasta kvenréttindakona Noregs á sinni tíð vegna baráttunnar fyrir að konur fengju að stunda vetraríþróttir.

 

Norðmaðurinn Friðþjófur Nansen öðlaðist heimsfrægð um aldamótin 1900 með ævintýralegum heimskautaleiðöngrum sínum um Grænland og Norðurpólinn.

 

Árið 1889 kvæntist hann Evu, sem var dóttir dýrafræðings frá Osló (sem þá hét Christiania).

 

Hún tók þátt í skíðastökki við pallinn fræga í Holmenkollen og varð fyrst kvenna til að ganga á skíðum langar fjallaleiðir í Harðangursfylki.

 

Eva Nansen skrifaði grein í dagblaðið Verdens Gang í mars 1893 og andmælti þeim er töldu að konur ættu ekki að stunda skíðaíþróttir.

 

En Eva var einnig fræg messósópran-söngkona og lærði sönglist víða í Evrópu hjá frægum kennurum.

 

Hún lést úr lungnabólgu aðeins 49 ára að aldri árið 1907.

 

Hjónakornin Friðþjófur og Eva Nansen, mynd frá 1889.