Vídjó

Björk Guðmundsdóttir er ekki bara frábær tónlistarmaður heldur einnig frambærileg sjónvarpskona. Björk tók árið 1997 viðtal við eistneska tónskáldið Arvo Pärt. Það birtist í þættinum Modern Minimalists á BBC.

 

Björk ræðir við Arvo og fleiri tónlistarmenn um minimalisma í tónlistarsköpun, til dæmis Alasdair Malloy sem leikur á glös og Finnann Mika Vainio úr hljómsveitinni Pan Sonic.

 

„Þegar hlutirnir verða of flóknir líður mér óþægilega,“ segir Mika.

 

Vídjó