Um 100 þjóðir og þjóðarbrot bjuggu í hinu gríðarstóra veldi Sovétríkjanna.

 

Frá 1956-1991 samanstóðu Sovétríkin af 15 Sovétlýðveldum: Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Úsbekistan, Kasakstan, Georgíu, Aserbaídsjan, Litháen, Moldóvu, Lettlandi, Kirgisistan, Tadsjikistan, Armeníu, Túrkmenistan og Eistlandi. Þessi ríki urðu svo öll sjálfstæð þegar Sovétríkin hrundu.

 

Hér fylgir mynd úr bæklingi fyrir sovésk lögregluyfirvöld, til að leiðbeina lögreglumönnum við að greina hina ólíku kynþætti ríkisins í sundur.

 

Frá vinstri til hægri:

 

Efsta röð
Rússi, Úkraínumaður, Tatari, Gyðingur, Sígauni, Kirgisi [frá Kirgisistan]

 

Önnur röð
Hvítrússi, Lithái, Georgíumaður, Armeni, Kasaki, Úsbeki

 

Þriðja röð
Letti, Eisti, Aseri [frá Aserbaídsjan], Moldóvi, Tadsjiki [frá Tadsjikistan], Túrkmeni